Sumarfrí til 21. ágúst

Svaka góðar pylsur....
Svaka góðar pylsur....
Nú er skólaárið á enda og lauk því með umhverfisdögum þar sem námið fór fram utandyra. Það má með sanni segja að veðrið hafi leikið við okkur þessa daga en seinni daginn var endað á grillveislu í stóra inngarðinum í rjómablíðunni sem sést á þessum myndum. Útskrifaðir voru 54 nemendur frá skólanum og óskum við þeim til hamingju og velfarnaðar á nýjum vettvangi. Að lokum viljum við þakka ykkur fyrir ánægjulegt samstarf í vetur og vonum að þið hafið það gott í sumarleyfinu. Skólinn hefst að nýju með  skólasetningu þann 21. ágúst. Með sumarkveðju, Starfsfólk Síðuskóla
Nú er skólaárið á enda og lauk því með umhverfisdögum þar sem námið fór fram utandyra. Það má með sanni segja að veðrið hafi leikið við okkur þessa daga en seinni daginn var endað á grillveislu í stóra inngarðinum í rjómablíðunni sem sést á þessum myndum. Útskrifaðir voru 54 nemendur frá skólanum og óskum við þeim til hamingju og velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Að lokum viljum við þakka ykkur fyrir ánægjulegt samstarf í vetur og vonum að þið hafið það gott í sumarleyfinu.


Skólinn hefst að nýju með  skólasetningu þann 21. ágúst.

Með sumarkveðju,

Starfsfólk Síðuskóla