Loftslagsáskorunin

Síðastliðinn þriðjudag var námsgátt Lofslagsáskorunarinnar opnuð hér í Síðuskóla að viðstöddu fjölmenni. Loftslagsáskorunin er grunnhugmynd fyrir kennslu um loftslag, orku og sjálfbæra þróun sem byggist á leik og er þróuð fyrir 12-14 ára grunnskólanema á Norðurlöndunum. Grunnhugmyndin er að tryggja kennurum sveigjanleika og aðgang að faglega traustu efni. Um leið er lögð áhersla á virka þátttöku nemendanna.   Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri hélt ræðu og sagðist m.a. vera stolt af því að Síðuskóli hefði verið valinn til að ýta þessu verkefni úr vör og vera fyrsti skólinn til að skrá sig í áskorunina. Sóley Brattberg Gunnarsdóttir, náttúrufræðingur Síðuskóla 2014, flutti ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri steig á stokk og hvatti nemendur og starfsfólk til góðra verka. Tveir nemendur úr 10. bekk, þau Sigurður Orri Hjaltason og Lísbet Perla Gestsdóttir fluttu ávörp og að lokum gerðu þau, Elva Ósk Gylfadóttir og Thomas Mikkelsen verkefnastjórar, grein fyrir Loftslagsáskoruninni og opnuðu dyr verkefnisins fyrir grunnskólum allra Norðurlandanna.  Að lokum fengu gestir að gæða sér á kræsingum úr héraði sem þær Erna heimilisfræði-kennari, Hulda matráður og nemendur áttu veg og vanda af og eiga þau öll mikið lof skilið fyrir það sem fram var reitt. Þetta var á allan hátt góður og gleðilegur dagur fyrir nemendur og starfsfólk Síðuskóla og hér má sjá myndir sem teknar voru af þessu tilefni. Nánari upplýsingar er að finna á kynningarsíðu um samstarf Norðurlandanna en hér er sjálfur kennsluvefurinn. Fjölmiðlar sýndu málinu áhuga og hafa birst fréttir af hinum ýmsu miðlum meðal annars á N4.

Síðastliðinn þriðjudag var námsgátt Lofslagsáskorunarinnar opnuð hér í Síðuskóla að viðstöddu fjölmenni. Loftslagsáskorunin er grunnhugmynd fyrir kennslu um loftslag, orku og sjálfbæra þróun sem byggist á leik og er þróuð fyrir 12-14 ára grunnskólanema á Norðurlöndunum. Grunnhugmyndin er að tryggja kennurum sveigjanleika og aðgang að faglega traustu efni. Um leið er lögð áhersla á virka þátttöku nemendanna.  


Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri hélt ræðu og sagðist m.a. vera stolt af því að Síðuskóli hefði verið valinn til að ýta þessu verkefni úr vör og vera fyrsti skólinn til að skrá sig í áskorunina. Sóley Brattberg Gunnarsdóttir, náttúrufræðingur Síðuskóla 2014, flutti ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri steig á stokk og hvatti nemendur og starfsfólk til góðra verka. Tveir nemendur úr 10. bekk, þau Sigurður Orri Hjaltason og Lísbet Perla Gestsdóttir fluttu ávörp og að lokum gerðu þau, Elva Ósk Gylfadóttir og Thomas Mikkelsen verkefnastjórar, grein fyrir Loftslagsáskoruninni og opnuðu dyr verkefnisins fyrir grunnskólum allra Norðurlandanna. 


Að lokum fengu gestir að gæða sér á kræsingum úr héraði sem þær Erna heimilisfræði-kennari, Hulda matráður og nemendur áttu veg og vanda af og eiga þau öll mikið lof skilið fyrir það sem fram var reitt. Þetta var á allan hátt góður og gleðilegur dagur fyrir nemendur og starfsfólk Síðuskóla og hér má sjá myndir sem teknar voru af þessu tilefni.


Nánari upplýsingar er að finna á kynningarsíðu um samstarf Norðurlandanna en hér er sjálfur kennsluvefurinn. Fjölmiðlar sýndu málinu áhuga og hafa birst fréttir af hinum ýmsu miðlum meðal annars á N4.