Eldgos - krossanesborgir

Það er búið að vera mikið að gera hjá 3. bekk síðustu daga. Eldgosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli kveiktu áhuga nemenda á eldgosum og því sem þeim fylgir. Mikið er búið að spá og spekúlera og m.a. var lesin bókin Edda týnist í eldgosinu. Bókin fjallar um Eddu og systkini hennar sem verða viðskila við foreldra sína í Heimaeyjargosinu. Edda sjálf kom svo í heimsókn til okkar ásamt eldri systur sinni Guðnýju. Edda las einn kafla úr bókinni og gaf svo krökkunum færi á að spyrja þær systur spurninga varðandi gosið. Þökkum við Eddu og Guðnýju fyrir mjög góða stund. Síðustu daga hefur árgangurinn verið að fræðast um fugla. Hluti af fræðslunni var að fara í Krossanesborgir og skoða fugla og hlusta á mismunandi fuglahljóð. Gengið var alla leið að fuglaskoðunarhúsinu sem er nyrst í friðlandinu. Þar vorum árgangurinn svo heppin að rekast á Sverri Thorstensen sem er mikill fuglaáhugamaður og sýndi hann hópnum hreiður silfurmáfs. Í því voru 3 egg og var það toppurinn á ferðinni að sjá hreiðrið. Frábær ferð í alla staði. Myndir má sjá hér.
Það er búið að vera mikið að gera hjá 3. bekk síðustu daga. Eldgosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli kveiktu áhuga nemenda á eldgosum og því sem þeim fylgir. Mikið er búið að spá og spekúlera og m.a. var lesin bókin Edda týnist í eldgosinu. Bókin fjallar um Eddu og systkini hennar sem verða viðskila við foreldra sína í Heimaeyjargosinu. Edda sjálf kom svo í heimsókn til okkar ásamt eldri systur sinni Guðnýju. Edda las einn kafla úr bókinni og gaf svo krökkunum færi á að spyrja þær systur spurninga varðandi gosið. Þökkum við Eddu og Guðnýju fyrir mjög góða stund.

Síðustu daga hefur árgangurinn verið að fræðast um fugla. Hluti af fræðslunni var að fara í Krossanesborgir og skoða fugla og hlusta á mismunandi fuglahljóð. Gengið var alla leið að fuglaskoðunarhúsinu sem er nyrst í friðlandinu. Þar vorum árgangurinn svo heppin að rekast á Sverri Thorstensen sem er mikill fuglaáhugamaður og sýndi hann hópnum hreiður silfurmáfs. Í því voru 3 egg og var það toppurinn á ferðinni að sjá hreiðrið. Frábær ferð í alla staði.

Myndir má sjá hér.