Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenkrar tungu en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Hér í skólanum er ýmislegt gert í tilefni þessa dags. Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, Upphátt, var sett í 7. bekk og nú tekur við tímabil æfinga í upplestri og framsögn hjá þeim. Litla upplestarkeppnin í 4. bekk var einnig sett í dag og í framhaldinu verður unnið markvisst að þjálfun í lestri.
Á unglingastigi var Kappmálskeppni en í henni er öllum nemendum unglingadeildar skipt í 4-5 manna lið. Keppnin er í sex hlutum:
Þetta var skemmtileg tilbreyting þar sem unnið var með íslenska tungu á fjölbreyttan hátt.