Dagur íslenskrar náttúrunnar

Í tilefni dags íslenskrar náttúru fóru nemendur og starfsmenn Síðuskóla út að njóta útiveru og náttúrunnar í dag. Ýmist var farið gangandi, hjólandi og meira segja í strætó til fjarlægari áfangastaða. Nemendur höfðu með nesti og skemmtu sér við leik og störf enda var veðrið eins og best verður á kosið til útiveru. Ýmsu var safnað t.d. laufblöðum, prikum, steinum  og líka því sem á ekki heima í náttúrunni eins og rusli sem hefur fokið. Farið var í leiki og framkvæmdar tilraunir til að skilja betur náttúruna og lífríkið allt um kring. Myndir frá deginum má sjá hér.