Í gær var Dagur íslenskrar náttúru og fóru nemendur að því tilefni í vettvangsferðir og unnu verkefni og fræddust um náttúruna í leiðinni. Náttúrufræðingur Síðuskóla fór einnig fram, en það er keppni þar sem nemendur skólans eiga að 5 greina plöntur, 5 fugla og 5 staði eða kennileiti á Íslandi. Í ár varð Bergdís Birta Þorsteinsdóttir í 8. bekk hlutskörpust og fær því titilinn Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2020 – 2021.
Einnig hlutu þau Una Lind Daníelsdóttir 3. bekk, Emil Orri Vatnsdal Sveinsson 3. bekk, Óliver Andri Einarsson 3. bekk, Aldís Þóra Haraldsdóttir 10. bekk, Anika Snædís Gautadóttir 6. bekk og Sveinar Birnir Sigurðsson 7. bekk viðurkenningu fyrir góðan árangur. Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með góðan árangur.
Hér má sjá myndir frá verðlaunaafhendingu á sal sem fram fór í morgun.
Í gær var Dagur íslenskrar náttúru og fóru nemendur að því tilefni í vettvangsferðir og unnu verkefni og fræddust um náttúruna í leiðinni. Náttúrufræðingur Síðuskóla fór einnig fram, en það er keppni þar sem nemendur skólans eiga að 5 greina plöntur, 5 fugla og 5 staði eða kennileiti á Íslandi. Í ár varð Bergdís Birta Þorsteinsdóttir í 8. bekk hlutskörpust og fær því titilinn Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2020 – 2021.
Einnig hlutu þau Una Lind Daníelsdóttir 3. bekk, Emil Orri Vatnsdal Sveinsson 3. bekk, Óliver Andri Einarsson 3. bekk, Aldís Þóra Haraldsdóttir 10. bekk, Anika Snædís Gautadóttir 6. bekk og Sveinar Birnir Sigurðsson 7. bekk viðurkenningu fyrir góðan árangur. Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með góðan árangur.
Hér má sjá myndir frá verðlaunaafhendingu á sal sem fram fór í morgun.