Comeniusheimsókn í Síðuskóla

    Vikuna 29.nóvember til 3.desember voru í heimsókn í Síðuskóla nemendur og kennarar frá Grikklandi, Spáni, Ungverjalandi og Belgíu.  Nemendur voru í kennslustundum með nemendum í 9. og 10.bekk en kennarar hittust og ræddu málin.  Heimsóknin var í tengslum við samstarf skóla frá þessum löndum.  Síðuskóli vinnur að því með hinum skólunum að nýta tölvutæknina meira í kennslu.  Nemendur sem koma að þessu verkefni munu uppfræða kennara um það hvernig þeir geti nýtt sér tölvutæknina til að gera kennslustundirnar fjölbreyttari og vonandi bæði skemmtilegri og meira hvetjandi fyrir nemendur til að læra. Þessi heimsókn er fyrsta verkefnið í verkefninu ICT4U sem styrkt er af Evrópusambandinu og í framhaldinu munu kennarar og nemendur við Siðuskóla sækja aðra þátttakendur heim. Nemendur sem komu hingað gistu hjá nemendum og fjölskyldum þeirra og báru mikið lof á allar aðstæður og vildu þeir helst ekki yfirgefa landið þegar kom að brottfarardegi.  Við viljum þakka þeim fjölskyldum sem opnuðu heimili sín fyrir erlendum nemanda þessa viku og tóku undir sinn verndarvæng.  Þetta verkefni hefði aldrei gengið svona vel nema vegna velvilja foreldra.  Takk fyrir það.Bibbi, umsjónarmaður Comeniusverkefnisins fyrir hönd Síðuskóla. Hér má sjá eldri myndir frá Comeniusarverkefninu      

 

 

Vikuna 29.nóvember til 3.desember voru í heimsókn í Síðuskóla nemendur og kennarar frá Grikklandi, Spáni, Ungverjalandi og Belgíu.  Nemendur voru í kennslustundum með nemendum í 9. og 10.bekk en kennarar hittust og ræddu málin.  Heimsóknin var í tengslum við samstarf skóla frá þessum löndum.  Síðuskóli vinnur að því með hinum skólunum að nýta tölvutæknina meira í kennslu.  Nemendur sem koma að þessu verkefni munu uppfræða kennara um það hvernig þeir geti nýtt sér tölvutæknina til að gera kennslustundirnar fjölbreyttari og vonandi bæði skemmtilegri og meira hvetjandi fyrir nemendur til að læra.


Þessi heimsókn er fyrsta verkefnið í verkefninu ICT4U sem styrkt er af Evrópusambandinu og í framhaldinu munu kennarar og nemendur við Siðuskóla sækja aðra þátttakendur heim.

Nemendur sem komu hingað gistu hjá nemendum og fjölskyldum þeirra og báru mikið lof á allar aðstæður og vildu þeir helst ekki yfirgefa landið þegar kom að brottfarardegi.  Við viljum þakka þeim fjölskyldum sem opnuðu heimili sín fyrir erlendum nemanda þessa viku og tóku undir sinn verndarvæng.  Þetta verkefni hefði aldrei gengið svona vel nema vegna velvilja foreldra. 

Takk fyrir það.
Bibbi, umsjónarmaður Comeniusverkefnisins fyrir hönd Síðuskóla.

Hér má sjá eldri myndir frá Comeniusarverkefninu