Þriðjudaginn 12. maí var haldin rýmingaræfing í Síðuskóla. Hvorki nemendur né starfsfólk vissi að til stæði að halda æfingu. Tilgangurinn var að sjá hve langan tíma tæki að rýma skólann þegar enginn vissi hvað stæði til. Æfingin gekk í alla staði mjög vel og tók 3.51 mín að tæma skólann. Slökkviliðið var heldur lengur á ferðinni og stafaði það af gatnaframkvæmdum.
Myndir má sjá hér.
Öryggisnefnd.