Árshátíðarskipulag - breytingar

Árshátíð unglingastigs verður seinni partinn í dag. Sýning hefst klukkan 17:00 og stendur til 18:30. Þá verður hlé þar til ballið hefst klukkan 20:30-23:30. Mánudagurinn 27. nóvember verður skipulagsdagur starfsmanna eins og til stóð og frí hjá nemendum. Frístund opnar klukkan 13:00.
Árshátíð unglingastigs verður seinni partinn í dag. Sýning hefst klukkan 17:00 og stendur til 18:30. Þá verður hlé þar til ballið hefst klukkan 20:30-23:30.


Mánudagurinn 27. nóvember verður skipulagsdagur starfsmanna eins og til stóð og frí hjá nemendum. Frístund opnar klukkan 13:00.



Árshátíð nemenda í 1. - 4. bekk sem átti að vera á föstudag frestast til þriðjudagsins 28. nóvember. Sýningin fyrir yngsta stigið byrjar klukkan 10:00 og svo er ball í framhaldinu sem stendur til klukkan 12:30. Þá fara nemendur í 1. bekk og 3. bekk heim nema þeir séu skráðir í Frístund eftir árshátíð. Nemendur í 2. og 4. bekk eru í umsjón kennara fram yfir foreldrasýninguna sem hefst klukkan 14:00 og lýkur um klukkan 15:00. Vinsamlegast sendið póst til Svövu ritara ef börnin þurfa að nýta Frístund milli klukkan 8:00 og 10:00 um morguninn áður en árshátíðin hefst eða eftir að henni lýkur.


Sýning fyrir foreldra verður klukkan 14:00 á þriðjudaginn en þá sýna 2. bekkur, 4. bekkur, 7. JS og 10. bekkur. Á eftir verður kaffi til sölu sem er liður í fjáröflun fyrir nemendur í 10. bekk.