Senn fer skólinn að byrja og eins og síðastliðið haust munu umsjónarkennarar byrja á samtölum við nemendur og foreldra dagana 24. og 25. ágúst. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og munum við halda því áfram. Viðtalsblöðin verða eingöngu send rafrænt nema í undantekningartilfellum. Leiðbeiningar um hvernig vinna á viðtalsblaðið munu fylgja bréfi frá umsjónarkennara ásamt tímasetningu viðtals og staðsetningu í þessari viku.
Breytingar hafa orðið á stjórnunarteymi skólans þar Ólafur B. Thoroddsen er í árs námsleyfi og kemur Sigríður Ása Harðardóttir í hans stað. Ólöf Inga Andrésdóttir tekur við starfi aðstoðarskólastjóra og deildarstjóri í eldri deild er Sigríður Jóhannsdóttir. Hafdís Kristjánsdóttir gegnir áfram starfi deildarstjóra í yngri deild. Rétt er að minna á að Anna Kolbrún Árnadóttir hefur tekið við umsjón sérkennslu á yngra stigi.
Við höldum SMT þróunarstarfi okkar áfram og erum að fara inn á þriðja ár í þeirri vinnu og vonum að það haldi áfram að skila góðum árangri.
Sú nýbreytni verður næsta skólaár að starfsdagar verða í Frístund en upplýsingar um hvaða dagar það eru má sjá á skóladagatali.
Þann 5. september verður hausthátíð sem að þessu sinni verður tileinkuð því að 25 ár eru síðan Síðuskóli tók til starfa.
Við hlökkum til að eiga farsælt og gefandi samstarf við ykkur á komandi skólaári eins og undanfarin ár.
Bestu kveðjur,
stjórnendur Síðuskóla