Á skíðum skemmt'ég mér...

Á morgun, fimmtudaginn 12. apríl, gerum við þriðju tilraun til að komast í fjallið. Veðurútlitið er gott og mjög líklegt að allt gangi okkur í hag með veðrið. Athugið heimasíðuna í fyrramálið, þar kemur fram hvort farið verður eða ekki. Rúturnar munu fara með nokkru millibili upp í fjall, elstu börnin fyrst. Ef það hentar ykkur sem eigið börn í 1. til 4. bekk að senda börnin beint í rútuna en ekki fyrst inn í skóla þá er það allt í lagi. Þau eru nokkuð lengi að komast úr og í útifötin þannig að þetta getur verið til hagræðis fyrir alla.  Rúturnar fara af stað: 3. og 4. bekkur klukkan 8:30 1. og 2. bekkur klukkan 8:40  Krakkarnir þurfa að vera komnir aðeins fyrir þennan tíma því rúturnar leggja af stað samkvæmt þessu plani. Vonandi gengur allt upp í þetta skiptið.

Á morgun, fimmtudaginn 12. apríl, gerum við þriðju tilraun til að komast í fjallið. Veðurútlitið er gott og mjög líklegt að allt gangi okkur í hag með veðrið. Athugið heimasíðuna í fyrramálið, þar kemur fram hvort farið verður eða ekki.

Rúturnar munu fara með nokkru millibili upp í fjall, elstu börnin fyrst. Ef það hentar ykkur sem eigið börn í 1. til 4. bekk að senda börnin beint í rútuna en ekki fyrst inn í skóla þá er það allt í lagi. Þau eru nokkuð lengi að komast úr og í útifötin þannig að þetta getur verið til hagræðis fyrir alla. 

Rúturnar fara af stað:
3. og 4. bekkur klukkan 8:30
1. og 2. bekkur klukkan 8:40 

Krakkarnir þurfa að vera komnir aðeins fyrir þennan tíma því rúturnar leggja af stað samkvæmt þessu plani. Vonandi gengur allt upp í þetta skiptið.