9. bekkur heimsækir 1. bekk

Mánudaginn 12. október komu báðir 9. bekkirnir í heimsókn í 1.bekk og spiluðu við nemendur þar og eins aðstoðuðu unglingarnir yngstu nemendur í stærðfræði.   Báðir árgangarnir voru spenntir fyrir þessu uppbroti og óhætt er að segja að þetta hafi tekist vel.  Svo skemmtilega vill til að það eru fern systkinapör í þessum bekkjum og voru yngri systkinin ákaflega glöð að fá þau eldri í heimsókn.   Allir krakkarnir stóðu sig frábærlega og unnu vel saman.  Þau eldri voru góð fyrirmynd fyrir þau yngri, aðstoðuðu, hrósuðu og voru sallaróleg með þeim.  Unglingarnir voru ánægðir með þetta eftir á, fannst þetta skemmtilegt uppbrot og gaman að vera með þeim yngstu. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í tímunum.

Mánudaginn 12. október komu báðir 9. bekkirnir í heimsókn í 1.bekk og spiluðu við nemendur þar og eins aðstoðuðu unglingarnir yngstu nemendur í stærðfræði.   Báðir árgangarnir voru spenntir fyrir þessu uppbroti og óhætt er að segja að þetta hafi tekist vel.  Svo skemmtilega vill til að það eru fern systkinapör í þessum bekkjum og voru yngri systkinin ákaflega glöð að fá þau eldri í heimsókn.  


Allir krakkarnir stóðu sig frábærlega og unnu vel saman.  Þau eldri voru góð fyrirmynd fyrir þau yngri, aðstoðuðu, hrósuðu og voru sallaróleg með þeim.  Unglingarnir voru ánægðir með þetta eftir á, fannst þetta skemmtilegt uppbrot og gaman að vera með þeim yngstu.


Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í tímunum.