100 miða leikurinn

Taflan sem miðunum er safnað á!
Taflan sem miðunum er safnað á!
Í dag þann 21. janúar hófst skólafærnileikurinn/100 miða leikurinn og stendur hann til 1. febrúar.  Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að leggja sig fram um að sýna fyrirmyndarhegðun á almennum svæðum skólans. Leikurinn gengur út á það að 10 nemendur á dag fá sérmerkta hrósmiða sem fimm starfsmenn gefa. Miðunum geta nemendur skipt út fyrir númer á ákveðnu númeraspjaldi hjá ritara. Fyrirfram er búið að ákveða hvaða röð á spjaldinu vinnur en það veit enginn nema skólastjórinn.  Þegar leiknum er lokið er kunngert á sal hvaða röð vinnur og hvað er í vinning.

Í dag þann 21. janúar hófst skólafærnileikurinn/100 miða leikurinn og stendur hann til 1. febrúar. 

Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að leggja sig fram um að sýna fyrirmyndarhegðun á almennum svæðum skólans. Leikurinn gengur út á það að 10 nemendur á dag fá sérmerkta hrósmiða sem fimm starfsmenn gefa. Miðunum geta nemendur skipt út fyrir númer á ákveðnu númeraspjaldi hjá ritara. Fyrirfram er búið að ákveða hvaða röð á spjaldinu vinnur en það veit enginn nema skólastjórinn. 

Þegar leiknum er lokið er kunngert á sal hvaða röð vinnur og hvað er í vinning.