Fréttir

03.10.2025

Lestrarátak

Nú stendur yfir lestrarátak í Síðuskóla sem er skipulagt af læsisnefnd skólans. Hver og einn nemandi safnar laufblöðum fyrir heimalestur og fæst laufblað fyrir hverjar lesnar 30 mínútur. Laufblöðin festa nemendur síðan á tré sem búið er að útbúa í gluggum í matsalnum. Með hverju laufblaði fylgir lukkumiði sem nemandi fyllir út með nafni og bekk og settur er í þar til gerðan kassa. Dreginn er út einn nemandi á hverju stigi úr pottinum í lok hverrar viku og hljóta hinir heppnu smá glaðning. Átakið stendur til 24. október nk., við hvetjum alla nemendur til vera duglega að lesa heima og vonumst til að fylla matsalinn af fallegum trjám og laufblöðum.

22.09.2025

Náttúrufræðingur Síðuskóla 2025

Á föstudaginn var útnefndur Náttúrufræðingur Síðuskóla 2025 auk þess sem nemendum í hverjum árgangi voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í „Náttúrufræðingnum" sem er keppni haldin ár hvert á degi íslenskrar náttúru. 

Í ár er Sóley Líf Pétursdóttir, 6. bekk,  Náttúrufræðingur Síðuskóla 2025 og fer nafn hennar á platta upp á vegg ásamt öllum "Náttúrufræðingum" skólans frá árinu 2002. Eftirfarandi nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur: 

Sverrir Ásberg Friðriksson, 2. bekk

Lárus Daði Bernharðsson, 4. bekk

Þórunn Gunný Gunnarsdóttir, 4. bekk

Bjarki Freyr Hannesson, 5. bekk

Selma Sif Elíasdóttir, 5. bekk

Sara Björk Kristjánsdóttir, 6. bekk

Katrín Birta Birkisdóttir, 8. bekk

Ásdís Hanna Sigfúsdóttir, 10. bekk

Hekla Björg Eyþórsdóttir, 10. bekk

Hér má sjá myndir frá samverustundinni á föstudaginn síðasta þar sem viðurkenningar voru veittar.