Fréttir

15.10.2024

Göngum í skólann - Lestrarkeppni Síðuskóla

Í morgunsárið voru tilkynnt úrslit í æsispennandi lestrarkeppni Síðuskóla sem stóð yfir dagana 23. september – 11. október. Auk þess voru afhentir sigurbikarar fyrir „Göngum í skólann“ sem stóð yfir frá 4. september til  2. október, sem og fyrir danskeppni sem var haldin á afmæli skólans.

Úrslitin í lestrarkeppninni fóru þannig að 9. bekkur las mest á unglingastigi, hver nemandi að meðaltali 340 mín yfir tímabilið. Á miðstigi var það 6. bekkur las mest og var sannkallaður hástökkvari með 804 mín. að meðaltali. Á yngsta stigi voru það nemendur 4. bekkjar sem lásu að meðaltali 514 mín. yfir tímabilið. Allir þessir lestrarhestar fá ísveislu á morgun í viðurkenningaskyni.

Í verkefninu „Göngum í skólann“ voru það nemendur 5. bekkjar sem voru hæstir með með virkan ferðamáta í skólann þetta tímabil og enduðu í 99,9% virkum ferðamáta. Þau fá ferð í skautahöllina í verðlaun. Myndir frá sal hér.

07.10.2024

Vika bannaðra bók 7.-11. október 2024

Við fögnum viku bannaðra bóka í Síðuskóla þessa dagana. Fyrir okkur virðist það kannski skrýtið að banna bækur en sú umræða kemur samt stundum upp, jafnvel á Íslandi. Fyrirmyndin kemur frá Bandaríkjunum en árlega er haldin þar vika bannaðra bóka til að vekja athygli á þeim verkum sem hafa verið bönnuð, fjarlægð eða aðgangur að þeim takmarkaður á einhvern hátt, aðallega í skólum og bókasöfnum. Margar bækur hafa verið bannaðar um allan heim á öllum tímum ef þær hafa til dæmis sært blygðunarkennd fólks, hvatt til ósæmilegrar hegðunar, verið fjandsamlegar ákveðnum þjóðum eða þjóðfélagshópum, skírskotun til pólitískra skoðana sem eru stjórnvöldum á móti skapi. Umhugsun og umræða um skoðanafrelsi og ritskoðun af öllu tagi er okkur nauðsynleg og holl til að þjálfa gagnrýna hugsun en líka til að meta hvað hefur breyst í tímans rás, hvað okkur finnst sjálfsagt og eðlilegt í dag en þótti óviðeigandi og jafnvel hættulegt fyrir einhverjum árum. Af hverju var til dæmis  Andrés Önd  bannaðu? Og af hverju var óviðeigandi að gefa dýrum mennska eiginleika einsog að tala?

Meginmarkmið vikunnar er að fagna lestrarfrelsinu – rétti einstaklingsins til að velja sér lesefni án ritskoðunar. Á A og B gangi Síðuskóla er sýnishorn af bókum sem eru í eigu bókasafnsins og fá lánaða þótt þær séu kannski sum staðar bannaðar. Sjá má myndir hér.

27.09.2024

Náttúrufræðingur Síðuskóla og Ólympíuhlaup ÍSÍ 2024

Í dag var útnefndur Náttúrufræðingur Síðuskóla 2024 auk þess að veita nemendum í hverjum árgangi viðurkenningu fyrir góðan árangur í "Náttúrufræðingnum" sem er keppni haldin ár hvert á degi íslenskrar nátttúru. 

Í ár er Birta Ýr Sævarsdóttir, 6. bekk,  Náttúrufræðingur Síðuskóla 2024 og fer nafn hennar á platta uppá vegg ásamt öllum "Náttúrufræðingum" skólans frá árinu 2002. Eftirfarandi nemendur viðurkenningu fyrir góðan árangur: 

Lárus Daði Bernharðsson, 3. bekk

Þórunn Gunný Gunnarsdóttir, 3. bekk

Bjarki Freyr Hannesson, 4. bekk

Óliver Andri Einarsson, 7. bekk

Sara Björk Kristjánsdóttir, 5. bekk

Karólína Hanna Guðmundsdóttir, 6. bekk

María Líf Snævarsdóttir, 8. bekk

Sveinbjörn Heiðar Stefánsson, 8. bekk

Hekla Björg Eyþórsdóttir, 9. bekk

Ásdís Hanna Sigfúsdóttir, 9. bekk

Einnig voru kynnt úrslit úr Ólympíuhlaup ÍSÍ 2024. Í ár hlupu 365 nemendur samtals 803 km sem er frábær frammistaða. Veittar eru viðurkenningar fyrir fyrstu tvo í hverjum árgangi; fyrstu þrjú sæti á hverju námstigi og að lokum samvinnubikarinn fyrir besta meðaltal í árgangi. Keppnin var æsispennandi í ár en árgangi 2010 tókst að verja bikarinn sem honum hefur tekist að hampa tvö síðastliðin ár.
Eftirfarandi nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í Ólympíuhlaupinu:

Hákon Hólm Magnússon Blöndal og Þorgils Freyr Arnarsson í 1. bekk

Alexander Ægir Jónsson og Björgvin Stefánsson í 2. bekk

Gunnar Helgi Björnsson og Viktor Aleksander Gusev í 3. bekk

Óliver Máni Andrésson og Ólafur Steinars Steinarsson í 4. bekk

Baldvin Breki Helgason og Sunna María Helgadóttir í 5. bekk

Hafþór Jaki Teitsson og Tristan Andri Knutsen í 6. bekk

Viktoría Rós Guseva og Fanney Mjöll Arnarsdóttir í 7. bekk

Sunneva Ósk Broddadóttir og Emma Júlía Cariglia í 8. bekk

Arna Lind Jóhannsdóttir, Kári Hrafn Víkingsson og Patrekur Tryggvason í 9. bekk

Kristján Davíð Magnússon og Arnþór Einar Guðmundsson í 10. bekk

Hér má sjá myndir frá samverustundinni í morgun þar sem viðurkenningar voru veittar.