Í Síðuskóla sýnum við ábyrgð, virðingu og vináttu
Í dag fór 5. bekkur í Skautahöllina en það var viðurkenning fyrir bestan árangur í Göngum í skólann. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðinni.
Á laugardaginn var, 16. nóvember, var dagur íslenkrar tungu en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar sem fæddist árið 1807 á Hrauni í Öxnadal. Á þessum degi ár hvert minnum við okkur á mikilvægi þess að varðveita og efla tungumálið okkar.
Íslenskan er ekki bara samskiptatæki, hún er lykillinn að menningu okkar, sögu og sjálfsmynd. Skólastarf gegnir stóru hlutverki í því að tryggja að íslenskan lifi áfram, því hér lærum við ekki aðeins reglur og gildi tungumálsins, heldur einnig að nota hana skapandi og á fjölbreyttan hátt. Íslenskan er dýrmæt - hún endurspeglar hugsanir okkar og heiminn sem við búum í. Hún veitir okkur orðin til að lýsa tilfinningum, vonum og draumum. Með því að leggja rækt við tungumálið tryggjum vð að komandi kynslóðir eigi sömu tækifæri til að tjá sig á okkar fallega tungumáli.
Í dag var Litla upplestrarkeppnin í Síðuskóla sett fyrir 4. bekk og einnig upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, Upphátt, fyrir 7. bekk. Nú tekur við tímabil æfinga í upplestri og framsögn hjá þeim. Haldnar verða uppskeruhátíðir í lok febrúar ásamt því að velja fulltrúa Síðuskóla fyrir Upphátt sem taka síðan þátt í lokahátíð grunnskólanna á Akureyri í Hofi á vordögum.
Einnig er efnt til keppni um besta veggspjaldið fyrir Upphátt keppnina og taka allir nemendur 7. bekkjar þátt í því. Skilafrestur fyrir veggspjaldið er 10. janúar 2025.
Eins og kom fram í Fréttabréfi Síðuskóla stóð til að skólinn fengi viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF á morgun, 15. nóvember. Vegna veðurspár frestast þessi viðburður fram í næstu viku. Við munum setja inn upplýsingar um nýja tímasetningu þegar þær liggja fyrir.