Fréttir

01.11.2024

Helstu upplýsingar varðandi árshátíð Síðuskóla 2024

Það styttist í árshátíð Síðuskóla og hér kemur skipulag fyrir árshátíðina sem verður haldin fimmtudaginn 7. nóvember og föstudaginn 8. nóvember. Nemendur í 10. bekk verða í aðalhlutverki með árshátíðaratriði sitt sem er leikritið Mamma Mia sem sýnt er á öllum sýningum. 

 

Annual celebration at Síðuskóli 2024

Our annual celebration will be held Thursday 7. November and Friday 8. November

Students in the tenth grade will be in a leading role, showing the play Mamma Mia. 

Below is the itinerary for these days ahead.

 
 
01.11.2024

Hrekkjavökudagar í Síðuskóla

Undanfarna daga hefur óhuggnaður smám hafið innreið sína í Síðuskóla eftir því sem Hrekkjavökudagurinn nálgaðist. Sjá mátti ýmsar kynjaverur á sveimi um skólann. Í morgun á söngsal toppuðu nemendur og starfsmenn sig með því að mæta í búningum og skemmtu sér vel á söngsal og fengu auk þess draugasögu beint í æð !
Sjá myndir hér

23.10.2024

Bleiki dagurinn í Síðuskóla

Bleiki dagurinn, 23. október, er tileinkaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Nemendur og starfsmenn "voru bleik" í dag til að sýna stuðning og samstöðu öllum þeim konum sem greinst hafa með krabbamein. Sjá myndir hér.