Fréttir

01.04.2025

Útivistardagur / Outdoor activity day

Búið er að ákveða að fara í fjallið á fimmtudaginn, veðurspá er ljómandi góð svo við höfum við fulla trú á að þetta takist í þetta skiptið.
 

It has been decided that our outdoor activity day will be on Thursday. The weather forecast looks excellent, so we have full confidence that it will work out this time.

 
 
19.03.2025

Upphátt - Síðuskóli náði 2. sæti

Upphátt - upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri fór fram í gær, í Háskólanum á Akureyri. Fulltrúar Síðuskóla stóðu sig framúrskarandi og negldu báðar sinn lestur. Katrín Birta náði 2. sæti og óskum við henni til hamingju með árangurinn. Sóley stóð sig einnig frábærlega í afar harðri keppni. Úrslitin voru sem hér segir: Í fyrsta sæti var Valur Darri úr Brekkuskóla, Katrín Birta sem fyrr segir í öðru sæti og Inga Karen úr Brekkuskóla í þriðja sæti. Sjá myndir hér.

Gaman var að sjá hve mörg bekkjarsystkini þeirra Katrínar og Sóleyjar sátu á áhorfendabekkjunum og studdu okkar fulltrúa. Það er ekki síður svona samstaða og liðsandi sem gefur keppni sem þessari gildi. Fyrir utan gildi keppninnar í heild sinni þar sem allir nemendur 7. bekkjar taka þátt í ræktunarhluta hennar þar sem gildi tungumálsins og upplesturs er gert hátt undir höfði í námi og lífi nemendanna. 

19.03.2025

Ormurinn langi