Skáld í skólum

Í gær fengu nemendur í 6. -10. bekk tvo rithöfunda í heimsókn. Þau Hildur Knútsdóttir og Alexander Dan Vilhjálmsson heimsóttu okkur með erindi sitt Furðusögur og forynjur en þau hafa bæði skrifað bækur fyrir unglinga og ungmenni.

Höfundamiðstöð RSÍ býður grunnskólum á hverju ári upp á bókmenntadagskrár undir nafninu Skáld í skólum þar sem höfundar heimsækja skólana til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi.

Við þökkum Alexander og Hildi kærlega fyrir skemmtilega heimsókn, en myndir frá heimsókninni má sjá hér.