Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Nýjustu fréttir

Dagur íslenskrar tungu


Í gćr, 16. nóvember, var Dagur íslenskrar tungu en hann er fćđingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk og Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk voru settar á sal snemma morguns eins og venjan er, auk ţes sem fjallađ var um ćvi og feril Jónasar. Síđan hittust vinabekkir og spiluđu ţar sem eldri leiđbeindu og hjálpuđu ţeim yngri. Nemendur í 4. bekk heimsóttu leikskóla í hverfinu og lásu fyrir börnin ţar og stóđu sig međ stakri prýđi. Myndir frá deginum má sjá hér.


Árshátíđ Síđuskóla


Árshátíđ Síđuskóla verđur haldin fimmtudaginn 23. og föstudaginn 24. nóvember nk. Á fimmtudeginum hefst skóli klukkan 8:00 og stendur til kl. 13:00 hjá yngstu nemendum en 5.—10.bekkur hćttir um hádegisbil. 1. bekkur dvelur í skólanum fram ađ sýningu kl. 14:30 ţennan dag ţar sem ţeir taka ţátt í fyrstu foreldrasýningunni. Eldri nemendur ljúka skóla um hádegi en ţađ getur veriđ ađeins breytilegt eftir ţví hvernig stendur á. Klukkan 14:30 hefst fyrsta foreldrasýning og ţá tekur viđ dagskrá samkvćmt međfylgjandi skipulagi. Á föstudag er engin kennsla samkvćmt stundaskrá heldur mćta nemendur í skólann miđađ viđ skipulag.


Niđurstöđur skólapúlsins


Skólapúlsinn er hluti af innra mati skólans. Nemendur leggja mat á ýmsa ţćtti sem snúa ađ skólanum og svarar hluti nemenda spurningum nafnlaust reglulega yfir skólaáriđ. Nú eru komnar niđurstöđur ţar sem fjórđungur nemenda hefur svarađ, sjá hér. Niđurstöđur frá fyrri árum eru ađgengilegar hér á heimasíđunni undir mati á skólastarfi.

Baráttudagur gegn einelti


Í dag, 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti. Viđ í Síđuskóla komum saman út á lóđ í gćrmorgun og mynduđum tvö hjörtu á lóđinni, annađ var mótađ af nemendum og hitt af starsfólki inn í stóra hjartanu. Viđ vildum međ ţessu sýna ađ viđ í skólanum stöndum saman gegn einelti af öllu tagi, erum góđ hvert viđ annađ og sýnum virđingu í samskiptum. Međ fréttinni fylgja nokkrar myndir sem teknar voru úr lofti af ţessu tilefni. Ţćr má sjá hér. Gunnar Björn Gunnarsson tók ţessar skemmtilegu myndir.


Hrekkjavökuball – Búningaball


Ţriđjudaginn 31. október ćtlar 10. bekkur ađ hafa böll fyrir nemendur 1. – 7. bekkjar í tilefni af hrekkjavöku.
Böllin verđa sem hér segir:
Kl. 16:00 – 17:20 verđa 1. og 2. bekkur
Kl. 17:30 – 18:50 verđa 3. og 4. bekkur
Kl. 19:00 – 20:30 verđa 5., 6. og 7. bekkur

Ađgangseyrir er kr. 500,- á öll böllin. Sjoppan verđur einungis opin hjá 3. - 7. bekk. Yngstu krakkarnir, 1. og 2. bekkur, fá hins vegar popp og svala međ sínum ađgangseyri.
Allur ágóđi rennur í ferđasjóđ 10. bekkinga.

Haustfrí nemenda og kennara

Föstudaginn 27. október og mánudaginn 30. október er haustfrí í öllum grunnskólum Akureyrar. Frístund er opin fyrir ţá sem skráđir eru til vistunar ţar ţessa daga.

Mynd augnabliksins

_mg_1150.jpg

Teljari

Í dag: 45
Samtals: 243055

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn