Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Verknám


Sjónrænar leiðbeiningar við að leggja á borð fyrir nemanda sem ekki getur talið.

Það eiga að vera 8 gafflar og 8 hnífar í hverri körfu.

Verknám í þvottahúsi. Ljósmyndir límdar á hillurnar til að aðstoða nemandann við að flokka rétt inn í skápinn.

Hitastigin á þvottavélinni eru merkt með litum. 40 gráður er táknað með grænum lit en 95 gráður með rauðum. (sjá næstu mynd fyrir neðan)

Óhreinatauskörfurnar eru merktar með sömu litum þ.e. það sem er í rauðu körfunni fer á 95 gráður en það í grænu á 40 gráður. Hægt er að setja ljósmyndir af hvítum þvotti á aðra og lituðum á hina til að viðkomandi læri að flokka ofaní körfurnar.

Bláu límmiðarnir hjálpa nemandanum að átta sig á hvað hann á að stilla þurrkarann á margar mínútur og hvar hann á að kveikja á honum.


Mynd augnabliksins

dsc02797.jpg

Teljari

Í dag: 1
Samtals: 10605

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn