Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Stundatöflur


Skipulag fyrir daginn þar sem nemandinn sér hvað hann á að gera í hverjum tíma (hve mikið hann á að vinna og hvað gerist þegar hann er búinn). Þegar tímanum er lokið gerir hann kross yfir - búið.Einnig er hægt að bæta við klukku fyrir þá sem hafa eða eru að læra á klukku. Geta þá fylgst með hvar þeir eru staddir hverju sinni.


Sjónræn stundartafla/dagskipulag. Gulu myndirnar tákna kennslustundir/athafnir sem eru á dagskrá þann daginn. Athöfnum raðað frá vinstri til hægri til þess að þjálfa lestrarátt. Fyrir ofan hverja mynd er svo mynd af þeim kennara sem kennir hvert fag. Það veitir nemandanum öryggi að vita hver er honum til aðstoðar í hvert sinn.

Sjónræn stundartafla/dagskipulag sem sett er upp ofanfrá og niður. Nemandi lokar glugga eftir hverja kennslustund. Þá kemur í ljós mynd af ljóni en nemandinn hefur mikinn áhuga á þeim. Þannig fær nemandinn umbun/hvatningu til að fylgja dagskipulagi.

Sjónræn stundarskrá/dagskipulag í formi bókar. Ljósmynd af nemanda í viðkomandi kennslustund á vinstri síðu(d. fínhreyfiþjálfun). Á þeirri hægri er hver kennslustund brotin niður í smærri þrep(d. pússla, líma og sauma) og kross settur fyrir aftan hvert þrep þegar því er lokið. Neðst í hægra horni er sjónræn vísb. um að nemandi eigi að fletta en þá sér hann hvað er næst á dagskrá. Með þessu móti veit nemandi nákvæmlega hvað hann á að gera, hversu lengi og hvað tekur við að því loknu. Þannig drögum við úr munnlegum fyrirmælum og aukum sjálfstæði nemandans.

Hlutastundarskrá fyrir nemendur sem eru það skertir að þeim hentar ekki að nota myndir. Kennari réttir nemanda aðra bláu keiluna sem tákn um að hann eigi að koma að stundarskránni. Nemandi tekur þá hlut upp úr körfunni sem táknar næstu athöfn. D. kubbur táknar vinnustund, ferna táknar nestistíma, vettlingur táknar útivist. Á þennan hátt gefum við nemanda til kynna hvað hann er að fara að gera og drögum úr munnlegum fyrirmælum og stýringu.

Myndræn stundarskrá fyrir nemanda í unglingadeild sem þarf að fara milli kennslustofa. Miðarnir eru festir með frönskum rennilás svo hægt sé að breyta dagskipulagi. Síðan er hægt að skrifa stofunúmer með vatnsleysanlegu tússi til hliðar (stundarskráin er plöstuð).

 

Dagskipulag sem hægt er að hafa á borði inni í kennslustofu. Stundum er of mikið fyrir nemandann að allur dagurinn sé settur upp í einu. Það má alveg eins setja hálfan dag eða tímann fram að næstu frímínútum. Allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn