Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Félagshćfnisögur

Hér til hliðar má sjá dæmi um félagshæfnisögur. Félagshæfnisögur hafa reynst vel í þeim tilgangi að bæta félagslega hæfni og innsæi einstaklinga á einhverfurófi. Allir þeir sem vinna eða búa með einstaklingum á einhverfurófi geta nýtt sér félagshæfnisögur. Þær eru notaðar til að taka á erfiðum aðstæðum sem upp kunna að koma, undirbúa breytingar eða einstaka atburði. Félagshæfnisögur eru skrifaðar á ákveðinn hátt:

  • Þær eru yfirleitt skrifaðar út frá 1. persónu þ.e.a.s út frá sjónarhóli einhverfa einstaklingsins. D. Ég ætla að reyna.... Einstaka sinnum eru þær skrifaðar út frá 3. persónu, þá meira eins og blaðagrein. D. Þegar fólk fer í bíó.....
  • í þeim er einblínt á jákvæða hegðun (segja barninu hvernig það á að haga sér en ekki hvernig það á ekki að haga sér.)
  • Titillinn þarf að vera lýsandi f. innihaldið og sagan hafi inngang, inntak og lok. 
  • Notað er einfalt og aðgengilegt mál og myndir. Miða þarf við skilning þess sem sagan er samin fyrir.
  • Notaðar eru 5 setningagerðir, Lýsandi, viðhorfa, leiðbeinandi, stuðnings og stýrandi. 

                                          Unnið upp úr bókinni The new social story book í ritstjórn Carol Grey.
                                          Margrét Bergmann Tómasdóttir, fagstjóri í sérdeild Síðuskóla 

Mynd augnabliksins

img_0359.jpg

Teljari

Í dag: 1
Samtals: 10605

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn