Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Útivistarreglur

Ágætu foreldrar.
Við hjá lögreglunni viljum vekja athygli á því að frá 1. september þá færist útivistartíminn fram um tvær klukkustundir.

Barnaverndarlög nr. 80/2002. 92. gr. Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.

94.grein barnaverndarlaga segir: Foreldrar eða forráðamenn barna skulu sjá til þess að börn hlíti ákvæðum þessa kafla um útivist.

Börnum finnst óþægilegt að talað sé um að þau megi ekki vera úti eftir ákveðin tíma. Því ráðleggjum við að frekar sé sagt að þau megi vera úti til klukkan 20:00 eða 22:00. Það hljómar betur. Það er farsælt að fara að lögum.

Lögreglan á Akureyri.

Mynd augnabliksins

dsc02102.jpg

Teljari

Í dag: 87
Samtals: 278904

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn