Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Orkudrykkir

Til umhugsunar um orkudrykki. 

 

Því miður hefur orðið sú þróun að ungt fólk sækir mikið í svokallaða orkudrykki.  Þetta eru drykkir eins og Burn, Magic, Cult, Orka og fl.  Með neyslu  þessara drykkja hafa unglingarnir það eitt að markmiði að ná fram örvandi áhrifum því drykkirnir innihalda koffín og önnur virk efni eins og ginseng og guarana en aðalvirka efnið í guarana er koffein.  Dæmi eru um að börn og unglingar séu að innbyrða ótæpilegt magn í einu af slíkum drykkjum til að komast í örvandi ástand.  

 

Koffín getur haft ýmis óþægileg áhrif eins og hjartsláttartruflanir, svefnleysi og jafnvel kvíðatilfinningu ef þess er neytt í stórum stíl. Börn eru almennt viðkvæmari fyrir koffíni en fullorðið fólk og því þykir neysla þess óæskileg fyrir þau.

 

Tíðni ofþyngdar og offitu meðal barna og unglinga hefur aukist á undanförnum árum auk þess sem glerungseyðing tanna er vaxandi vandi, samkvæmt niðurstöðum Munnís rannsóknar. Mikil neysla gosdrykkja og annarra svaladrykkja, að meðtöldum íþrótta- og orkudrykkjum og jafnvel safa, hefur verið tengt við þetta. Því er mikilvægt að foreldrar staldri við og hugleiði hvað börn og unglingar eru að drekka.

 

Frekari upplýsingar um orkudrykki og fleira má finna á vef Lýðheilsustöðvar.

 

http://www.lydheilsustod.is

 

Skólahjúkrunarfræðingar HAK

 

Mynd augnabliksins

100_8187.jpg

Teljari

Í dag: 87
Samtals: 278904

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn