Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Nýjustu fréttir

Heimsókn úr leikskóla


Samstarf Síđuskóla viđ leikskólana í hverfinu hefur alltaf veriđ skemmtilegt og fjölbreytt. Hluti af ţví samstarfi er ađ á hverju ári koma nemendur úr elsta árgangi leikskólans í heimsókn í skólann. Ţetta skólaáriđ var engin undantekning á ţví. Viđ erum búin ađ taka á móti ţremur hópum af Hulduheimum/Seli og Krógabóli. Nemendur hafa gengiđ hring í skólanum í fylgd deildarstjóra og endađ svo heimsóknina á ţví ađ fara í kennslutund hjá 1. bekk sem ávallt hefur vakiđ mikla lukku. Í gćr tókum viđ á móti síđasta hópnum og ţá voru ţessar myndir teknar, sem sjá má hér, en ţá föndruđu 1. bekkingar páskaegg međ gestunum af Krógabóli.


Heimkoma 7. bekkjar


Nemendur og kennarar 7. bekkjar lögđu af stađ frá skólabúđunum Reykjaskóla klukkan 11:45 í dag. Reikna má međ heimkomu rétt um klukkan 14:30 í dag.

7. bekkur á Reykjum


7. bekkur í Síđuskóla er staddur í skólabúđunum ađ Reykjum ţessa viku. Međ Síđuskóla eru tćplega 60 börn frá Hólabrekkuskóla og eru krakkarnir saman í allskonar hópavinnu. Ţađ er unniđ m.a. međ náttúrufrćđi, sögu og fjármál. Allir fara á byggđasafniđ, skođa umhverfiđ og fara í íţróttir og sund. Á kvöldin eru kvöldvökur sem krakkarnir stjórna sjálfir og oft mikiđ fjör.


Myndir frá ferđinni má finna hér og bćtast myndir viđ á hverjum degi.


Fimmtudagur:

Í dag fór fram hópmyndataka og nú styttist í hárgreiđslukeppnina.


Fótboltamót miđ- og unglingastigs


Ađ undanförnu hafa veriđ haldin fótboltamót á unglingatigi og á miđstigi. Keppt er á milli bekkja međ innanhúsfótboltafyrirkomulagi. Keppnirnar hafa reynst hin besta skemmtun fyrir krakkana og hart barist en heiđarlega. Sigurvegarar á unglingastigi voru stelpurnar í 10. ŢÓ og strákarnir í sama bekk báru sigur úr býtum í piltaflokknum. Á miđstigi ţurfti 6. bekkur ađ senda eitt liđ vegna fámennis og stóđ ţađ uppi sem sigurvegari. Í fimmta bekk var ţađ sama uppi á teningnum hjá stelpunum, eitt liđ frá ţeim en sigurvegarar ţar urđu 7.JS. Hér má sjá myndir sem teknar voru í einum leiknum og á verđlaunaafhendingunni.


Lokahátíđ stóru upplestrarkeppninnar


Lokahátíđ stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri fór fram í gćr. Fulltrúar Síđuskóla í keppninni, ţćr Elísabet Eik Jóhannsdóttir og Rakel Alda Steinsdóttir, stóđu sig međ stakri prýđi og má skólinn vera stoltur af ţeirra flutningi og frammistöđu. Varamađur ţeirra var Ţorgerđur Katrín Jónsdóttir. Á ţessari hátíđ er hefđ fyrir ađ nemendur 7. bekkjar flytji tónlistaratriđi og ađ ţessu sinni spilađi Aldís Ţóra Haraldstóttir á flautu og Byndís Anna Magnúsdóttir á píanó. Fleiri myndir

Samvera á sal - 100 miđa hátíđ o.fl.


Í morgun söfnuđust nemendur skólans á sal ţar sem tíu nemendur sem dregnir höfđu veriđ út í 100 miđa leik skólans, voru tilkynntir. 100 miđa leikurinn er árviss viđburđur í skólastarfinu sem hluti af SMT skólafćrninni. Ţeir nemendur sem dregnir voru út fóru svo međ stjórnendum í kynningarferđ á N4 ţar sem starfsemi ţess fyrirtćkis var kynnt fyrir ţeim, og ţegar í skólann var komiđ aftur fengu nemendurnir pizzu og ís. Formanni nemendafélagsins, Halldóri Birgi Eydal, var afhent viđurkenning fyrir Lífshlaupiđ en nemendur Síđuskóla urđu í ţriđja sćti. Ţađ voru ţeir Viđar og Ingi Ţór frá ÍSÍ sem afhentu viđurkenninguna. Einnig var tilkynnt viđ ţetta tilefni ađ nemandi í úr 4. bekk, Sveinar Birnir Sigurđsson, átti verđlaunamynd í teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar í ár. Alls fengu 10 myndir viđurkenningu, en yfir 1400 myndir bárust í keppnina, en gaman er ađ segja frá ţví ađ í fyrra fékk nemandi Síđuskóla einnig viđurkenningu í ţessari sömu keppni. Myndir frá ţessari skemmtilegu samveru má sjá hér, en myndin sem fylgir fréttinni er af ţeim nemendum sem dregnir voru út í 100 miđa leiknum.


Mynd augnabliksins

harpa_101.jpg

Teljari

Í dag: 67
Samtals: 267266

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn