Í Síðuskóla sýnum við ábyrgð, virðingu og vináttu
Litlu jól skólans voru í dag og áttu nemendur og starfsfólk notalega stund saman. Nemendur í leiklistarvali á miðstigi fluttu jólaleikrit og nemendur í 2. bekk sungu tvö jólalög. Að lokum var dansað í kringum jólatréð.
Hér má sjá myndir frá því í morgun.Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram í dag, 19. desember. Allir þátttakendur stóðu sig með prýði en það var lið 8. bekkjar sem stóð uppi sem sigurvegari. Í liðinu voru þau Hlynur Orri, Karen Emilía og Snorri Karl. Hér eru nokkrar myndir frá keppninni.