Í Síðuskóla sýnum við ábyrgð, virðingu og vináttu
Við í Síðuskóla erum öll að taka þátt í lestrarátaki þessa dagana, nemendur og starfsfólk. Við erum að keppast við að lengja lestrarorminn okkar og markmiðið er að ná yfir 200 metra og láta hann hlykkjast um sem flesta ganga skólans. Við byrjuðum í síðustu viku og erum strax komin með 54 metra og 675 miða. Við ætlum að vera í þessu út mars þannig það verður spennandi að sjá hve langan orm okkur tekst að búa til í sameiningu og hvort við náum jafnvel að hringa hann :) Hver árgangur er með sinn lit þannig að hann verður litríkur fyrir alla árganga skólans og starfsfólkið er með sinn eigin.
Undirbúningur fyrir Skólahreysti er hafinn í Síðuskóla og nemendur fá nú tækifæri til að æfa sig í ýmsum greinum keppninnar. Æfingar fara fram í frímínútum á föstudögum, þar sem nemendur geta mætt og æft styrk, þol og þrautseigju undir leiðsögn kennara.
Auk þess er stöðvavinna í íþróttum hjá 8.–10. bekk sérstaklega sniðin að undirbúningi fyrir keppnina, svo allir fái tækifæri til að spreyta sig í keppnisgreinum.
Skólahreystikeppnin sjálf fer fram þann 30. apríl næstkomandi.
Síðuskóli fékk skemmtilega heimsókn í morgun þegar Ágúst, sem komst áfram í Söngvakeppninni um síðustu helgi, hélt smá söngsal með nemendum og starfsfólki skólans. Óhætt er að segja að heimsóknin vakti mikla lukku og greinilegt að Ágúst á marga aðdáendur í Síðuskóla. Ágúst tók nokkur lög, þar á meðal skólasöng Síðuskóla, nokkur gömul og sígild og svo auðvitað besta lagið" Eins og þú" sem nemendur tóku vel undir svo undir tók. Eftir söngsalinn var örtröð í eiginhandaáritun og myndatökur með kappanum. Gaman að segja frá því að einn höfunda lagsins er fyrrum nemandi Síðuskóla, hann Hákon Guðni Hjartarson. Við þökkum fyrir heimsóknina og óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni.
Sjá myndir hér.