Fréttir

17.01.2025

Viðurkenning fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrar

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrar hefur frá árinu 2010 veitt þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til.

Veitt er viðurkenning í þremur flokkum: Nemendur, kennarar/starfsfólk og verkefni/skólar, sjá nánar hér um skilyrði og um skráningu fyrir tilnefningarnar

Opið verður fyrir tilnefningar til 10. febrúar 2025


Haldin verður hátíð að þessu tilefni í Naustaskóla 27. febrúar kl. 16:30. 

09.01.2025

Gleðilegt nýtt ár 2025

Við tökum fagnandi á móti nýju ári, 2025, sem hafið er og mun eflaust færa okkur í Síðuskóla góða blöndu af spennandi, skemmtilegum og krefjandi verkefnum. Hlökkum til samstarfsins þennan seinni hálfleik skólaársins.

Minnum á mikilvægi þess að nota endurskin á dimmum morgnum svo öll séu sýnileg; sem og varfærni og tillitsemi í umferðinni til og frá skólanum. Flýtum okkur hægt inn í nýja árið :)

20.12.2024

Jólakveðja

04.12.2024

Jólaföndurdagur