Fréttir

11.08.2025

Skólasetning Síðuskóla haustið 2025

Síðuskóli verður settur föstudaginn 22. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 5. bekkur mætir kl. 9:00.
6. - 10. bekkur mætir kl. 10:00.
Nemendur mæta í sínar heimastofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Hér fyrir neðan er hægt að sjá kort af skólanum og á því eru heimastofur bekkjanna. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með tölvupósti.

Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með börnunum sínum á skólasetningu, við biðjum þá sem mæta með sínum börnum að mæta með þeim fyrst í heimastofu.

06.06.2025

Skólaslit Síðuskóla 2025

Skólaslit Síðuskóla voru í gær við hátíðlegar athafnir. Fyrst hjá nemendum 1.-5. bekkjar. Svo hjá nemendum 6.-9. bekkjar og að lokum voru nemendur 10. bekkjar útskrifaðir í Glerárkirkju og fáeinir starfsmenn kvaddir sem láta af störfum. 5 ára útskriftarnemendur komu í heimsókn einsog hefð er fyrir og talaði Eva Wiium fyrir hönd þeirra til 10. bekkjar með góð orð í nesti fyrir komandi tíma. Boðið var uppá kaffi í Síðuskóla að útskrift lokinni og áttu gestir notalega stund saman þar. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.

04.06.2025

Líf og fjör síðasta skóladaginn :)

Í dag var síðasti skóladagurinn í Síðuskóla þetta skólaárið. Brugðið var á leik í allan morgun á öllum skólastigum, aðallega í húsi en 7. bekkur fór alla leið í miðbæinn í ratleik. Nemendur og starfsmenn fóru í ýmsa leiki, bæði fjöruga og rólega. Hér að neðan má fá innsýn inn í daginn hjá eftir skólastigum:

Yngsta stig

Miðstig

Unglingastig